Hvert get ég leitað?

Mikilvægasta skrefið er að segja einhverjum frá því hvernig þér líður, hvort sem það er vinur, einhver í fjölskyldunni, hjá Hjálparsímanum 1717 eða fagaðili.
Hér eru nokkur gagnleg símanúmer:

Vanlíðan og geðræn vandamál:

  • Hjálparsími Rauða krossins, sími 1717, hægt að hringja hvenær sem er sólarhringsins, einnig hægt að spjalla í gegnum netspjallið, www.1717.is
  • Ráðgjöf Geðhjálpar, sími 570 1700, hægt að fá ráðgjöf í gegnum síma, netfangið gedhjalp@gedhjalp.is eða bóka ókeypis viðtöl hjá ráðgjafa. www.gedhjalp.is
  • Neyðarlínan, sími 112
  • Bráðamóttaka geðdeildar Landspítala – háskólasjúkrahúss (LSH), sími 543 4050, Bráðamóttakan er opin frá kl. 12 til kl. 19 alla virka daga og frá kl. 13 til kl. 17 á helgidögum. Utan opnunartíma er hægt að leita til bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi.
  • Geðdeild LSH, sími 543 1000
  • Geðdeild sjúkrahússins á Akureyri, sími 463 0100
  • Barna- og unglingageðdeild Landspítala – háskólasjúkrahúss (BUGL), sími 543 4300

Einnig er hægt að leita úrræða á höfuðborgarsvæðinu, eins og til Klúbbsins Geysis, Hugarafls og Hlutverkaseturs. Á landsbyggðinni er hægt að leita til geðverndarmiðstöðvarinnar Grófarinnar á Akureyri, Vesturafls á Ísafirði, Ásheima á Egilsstöðum og fleiri sambærilegra aðila. Hægt er að leita til sjálfstætt starfandi sálfræðinga t.a.m. í gegnum www.salfelag.is eða www.sal.is

Einnig er hægt að leita til heimilislækna, sálfræðinga, geðlækna og annarra fagaðila. Ef þú ert í skóla þá er hægt að leita til skólasálfræðinga (í grunnskólum og nokkrum menntaskólum) eða til annarra starfsmanna, t.d. námsráðgjafa eða skólahjúkrunarfræðinga.

Kynferðisleg misnotkun
Ef þú hefur orðið fyrir kynferðislegri misnotkun og býrð á höfuðborgarsvæðinu getur þú leitað þér aðstoðar hjá Stígamótum eða Drekaslóð. Stígamót bjóða líka upp á viðtöl á Patreksfirði og á Egilsstöðum. Á Ísafirði má leita til Sólstafa og á Akureyri til Aflsins.

Vímuefnavandi
Ef þú stríðir við áfengis- eða vímuefnavanda getur þú fengið ráðgjöf hjá SÁÁ. Einnig getur þú leitað til tólf spora samtaka eins og AA og NA samtakanna www.nai.is.
Ef þú ert foreldri unglings í vímuefnaneyslu gæti reynst vel að leita í Foreldrahús www.vimulaus.is.

Sálfræðinga með menntun á sviði áfengis- og vímuefnamála má finna á heimasíðu Sálfræðingafélags Íslands www.sal.is. Hægt er að leita aðstoðar allan sólarhringinn í Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og í gegnum netspjallið www.1717.is.

1717 ókeypis + trúnaður + alltaf opið