Um
Útmeð´a

Geðhjálp og Hjálparsími Rauða krossins 1717 standa sameiginlega að forvarnarverkefninu Útmeð’a. Markmið verkefnisins er að stuðla að bættri geðheilsu meðal almennings með því að hvetja fólk, með sérstakri áherslu á ungt fólk, til að tjá sig um andlega líðan sína og leita sér faglegrar aðstoðar þegar á þarf að halda. Verkefnið er brýnt, m.a. með hliðsjón af því að á bilinu 500 til 600 manns leita sér aðstoðar á heilsugæslustöðvum og í sjúkrahúsum á Íslandi vegna sjálfskaða í kjölfar vanlíðanar á hverju ári. Sjálfsvíg eru algengasta dánarorsök ungra karlmanna á Íslandi.

Geðhjálp og Hjálparsíminn vilja þakka kostendum þessa verkefnis fyrir samstarfið án ykkar hefði þessi vefur ekki orðið að veruleika:

365
joejuice

Geðhjálp og Hjálparsíminn vilja einnig koma á framfæri kæru þakklæti til Útmeð’a hlaupahópsins, Reykjavíkurborgar, Embættis landlæknis, Landsbankans, TVR umboðsaðili Samsung á Íslandi, Samfélagssjóðs Valitor, Tæknivara ehf., Egils, 365, LS Retail, Hagaskóla, Háskólans í Reykjavík og Framhaldsskólans í Mosfellsbæ og annarra fyrirtækja stofnana og einstaklinga fyrir fjárhagslegan stuðning við verkefnið. Án fjárframlags frá þessum aðilum hefði þessi vefur aldrei orðið að veruleika.

Geðhjálp og Hjálparsíminn vilja jafnframt koma á framfæri kæru þakklæti til eftirtalinna aðila fyrir framúrskarandi samstarf.

Tjarnargötunni efh. fyrir hönnun og þróun tveggja myndbanda á vefnum. www.tjarnargatan.is

Kosmos og Kaos ehf. fyrir hönnum og þróun þessa vefs. www.kosmosogkaos.is

Tómasi Kristjánssyni, sálfræðingi, fyrir textavinnu við vefinn. www.salfraedingarnir.is

Sérstakar þakkir fyrir ráðgjöf, hvatningu og stuðning fá:
Gunnar Árnason, framhaldsskólakennari.
Óttar Guðmundsson, geðlæknir.
Salbjörg Bjarnadóttir og Héðinn Svarfdal Björnsson, landlæknisembættið.
Unnur Heba Steingrímsdóttir og Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, Barna og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL).
Wilhelm Norðfjörð, sálfræðingur.
Fyrir hönd Útmeð’a,
Anna Gunnhildur Ólafsdóttir (Geðhjálp) og Hjálmar Karlsson (Hjálparsími Rauða krossins)

Tölfræði

Sjálfsvíg á Íslandi 1996-2014

sjalfsvig1

Sjálfsvíg á Íslandi 2014 eftir aldurshópum

sjalfsvig2

Fjöldi einstaklinga sem lagðir voru inn á sjúkrahús á Íslandi vegna sjálfsskaða

sjalfsskadi1

Heimild:  Vistunarskrá heilbrigðisstofnana
*Tölur ársins 2010 eru ekki birtar hér þar sem það ár var innleitt nýtt rafrænt skráningarkerfi á öllum heilbrigðisstofnunum landsins. Samhliða því voru gerðar breytingar á lágmarksskráningu vistunarupplýsinga á sjúkrahúsum. Við breytingar sem þessar breytist vinnulag og má gera ráð fyrir einhverri skekkju í skráningu og úrvinnslu gagna þá mánuði sem starfsfólk er að aðlagast nýju kerfi og nýjum skilgreiningum

Fjöldi einstaklinga sem lagðir voru inn á sjúkrahús á Íslandi vegna sjálfsskaða árið 2013 eftir aldri

sjalfsskadi2

Hér er áhugavert að sjá kynjamuninn meðal unglinga, yfirgnæfandi fjöldi sjúkrahúsinnlagna vegna sjálfsskaða meðal unglinga eru stúlkur. Kynjamunurinn jafnast svo aðeins út en heilt yfir eru konur í meirihluta eins og sjá má á súluritinu fyrir ofan.

Hjálparsími Rauða krossins 1717 gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki og hefur starfsfólk og sjálboðaliðar unnið mikið og gott starf eins og sjá má á tölfræðinni frá þeim:

Símtöl og netspjöll eftir árum
2014 – 14.003
2015 – 15.569

Tvennt sem er sláandi við þessa tölfræði er annars vegar hve þörfin er mikil, árið 2015 voru um 43 símtöl eða vefspjöll á hverjum degi. Hins vegar vekur athygli að á milli áranna 2014 og 2015 var aukning um 11 %. Eins og við sjáum í frekari tölfræði hér fyrir neðan er ljóst að þörfin er enn meiri og viðbúið að aukningin haldi áfram.

Sjálfsvígssímtöl og netspjöll (bæði eigið sjálfsvíg og sjálfsvíg annarra):
2014: 405
2015: 495

Þegar skoðuð eru samtöl sem snúa að sjálfsvígum sjáum við um 22% aukningu milli ára. Tveir þættir geta spilað þar inn í. Annars vegar að vandinn sé að aukast en hins vegar, og vonandi sá sem útskýrir meira, að fólk sé tilbúnara til að opna sig um þetta vandamál og að vitundin um Hjálparsímann sé að aukast.

Sjálfsskaði – símtöl og netspjöll
1. apríl 2015 – 8. júlí 2015 = 45
1. apríl 2016 – 8. júlí 2016 = 52

Hér má sjá fjölda símtala og netspjalla Hjálparsímans vegna sjálfsskaða. Tímabilin eru stutt vegna þess að breyting var á því hvernig tölfræðin var skráð en hér er tvennt mjög áhugavert. Annars vegar að á þessu tímabili hefur orðið 15.5% aukning milli ára (2015 og 2016) en hins vegar hve símtölin eru fá miðað við umfang vandans. Tímabil hvors árs nær yfir rúma þrjá mánuði, ef áætlaður er fjöldi símtala yfir árið eru þau 200 (símtöl og spjöll). Það er meira en helmingi færri símtöl og netspjöll heldur en sjálfsvígssímtöl. Þetta sýnir ef til hversu mikil leynd og skömm tengjast sjálfsskaða og undirstrikar þar af leiðandi þörfina fyrir því að opna umræðuna.

Símtöl hjálparsímans flokkuð eftir sálrænum vandamálum árið 2015

 1. Kvíði/fælni 3.404
 2. Geðröskun 3.127
 3. Þunglyndi 1.837
 4. Sjálfsmynd 452
 5. Átröskun 354
 6. Einelti/stríðni 319
 7. Einmana/leiði 239
 8. Sorg/söknuður 239
 9. Árátta 207
 10. Sjálfsvíg annarra 178
 11. Sjálfsskaði (byrjað að mæla í mars) 140
 12. Eigið sjálfsvíg 89

 

Hafa ber í huga að þetta er flokkun eftir því hvað kemur fram í símtalinu, og að eitt símtal getur fallið í fleiri en einn flokk.

Staðreyndir um sjálfsvíg

Ísland

 • 35-50 einstaklingar falla fyrir eigin hendi ár hvert.
 • Árlega deyja um sex ungir menn (18-25 ára) vegna sjálfsvíga.
 • Ein kona (18-25 ára) fellur fyrir eigin hendi annað hvert ár að jafnaði á Íslandi.
 • Sjálfsvíg eru algengasta ástæða dauðsfalla hjá ungum mönnum.

Á heimsvísu

 • Yfir 800.000 dauðsföll árlega eru sjálfsvíg (WHO).
 • Það er eitt dauðsfall vegna sjálfsvígs á 40 sekúndna fresti (WHO).
 • Sjálfsvíg er þriðja algengasta dánarorsökin í aldursflokknum 15-44 ára í heiminum (WHO).
 • Þunglyndi er algengasta ástæða örorku í heiminum (WHO).

Bandaríkin

 • Sjálfsvíg er tíunda algengasta dánarorsökin í Bandaríkjunum (CDC).
 • Tíðni sjálfsvíga lækkaði frá 1990-2000 úr 12,5 sjálfsvígum á hverja 100.000 íbúa niður í 10,4. Síðastliðinn áratug hefur tíðnin hækkað aftur í 12,1 sjálfsvíg á hverja 100.000 íbúa. Daglega deyja um 105 Bandaríkjamenn vegna sjálfsvígs (CDC).
 • Það er eitt dauðsfall vegna sjálfsvígs á 12,3 mínútna fresti í Bandaríkjunum (CDC).
 • 20-25% Bandaríkjamanna, 18 ára og eldri, glíma við þunglyndi árlega (CDC).
 • 000 Bandaríkjamenn deyja árlega vegna sjálfsvígs (CDC).
 • Aðeins um helmingur Bandaríkjamanna sem glímir við þunglyndi fær meðferð við því (NAMI).
 • 80% -90% af unglingum sem fara í meðferð við þunglyndi ná árangri með sálrænni meðferð og/eða lyfjameðferð (TADS).
 • Það eru 25 sjálfsvígstilraunir fyrir hvert dauðsfall vegna sjálfsvígs (CDC).
 • Það eru 4 sjálfsvígstilraunir fyrir hvert dauðsfall vegna sjálfsvígs meðal eldri borgara (CDC).

Staðreyndir um sjálfsskaða

 • Ár hvert skaðar ein af hverjum fimm konum sig og einn af hverjum sjö körlum sjálf sig.
 • 90% þeirra sem stunda sjálfsskaða, byrjuðu að skaða sig á unglingsárunum.
 • Þeir sem stunda sjálfsskaða eru níu sinnum líklegri til að reyna sjálfsvíg heldur en þeir sem gera það ekki.
 • Tæplega 50% þeirra sem stunda sjálfsskaða í Bandaríkjunum hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi.
 • Konur eru um 60% þeirra sem stunda sjálfsskaða (Ástralía).
 • Um 50% þeirra sem skaða sig byrjuðu að skaða sig í kringum 14 ára aldurinn og halda áfram fram á þrítugsaldurinn.
 • Margir þeirra sem skaða sig segjast hafa lært það af vinum eða á netinu.
 • Um tvær milljónir tilvika sjálfsskaða eru skráð árlega í Bandaríkjunum.

Sjálfsvíg

Íslenska

http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item2752/2761.pdf – Að koma í veg fyrir sjálfsvíg og sjálfsvígstilraunir meðal unglinga
http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item2066/673.pdf – Sjálfsvíg og sjálfsvígstilraunir meðal íslenskra ungmenna: Sjálfsvígstilraunir meðal íslenskra framhaldsskólanema árin 1992 og 2000 og alþjóðlegur samanburður á sjálfsvígstíðni meðal 15-24 ára ungmenna 1951-2000
http://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item15298/Sjalfsvig-og-sjalfsskadandi-hegdun
http://www.landlaeknir.is/heilsa-og-lidan/verkefni/thema/item16400/Um_sjalfsvig
http://www.persona.is/index.php?action=articles&method=display&aid=81&pid=28 – sjálfvíg ungs fólks
http://www.sjalfsvig.is

Enska

http://www.suicidepreventionlifeline.org
http://www.helpguide.org/articles/suicide-prevention/suicide-prevention-helping-someone-who-is-suicidal.htm#resources
http://www.save.org
http://www.rayofhopewestmoreland.org/faqs.html
http://www.mayoclinic.org/diseases-conditions/suicide/in-depth/suicide/art-20044707
http://www.yourlifecounts.org/sites/default/files/coping-with-suicidal-thoughts_2.pdf – Coping with suicidal thought
http://emedicine.medscape.com/article/2013085-overview#a2
http://www.helpguide.org/articles/suicide-prevention/suicide-help-dealing-with-your-suicidal-thoughts-and-feelings.htm
http://www.webmd.com/depression/guide/depression-recognizing-signs-of-suicide?page=1#1
http://www.mind.org.uk/information-support/types-of-mental-health-problems/suicidal-feelings/#.V4qPqsfvEdU

1717 ókeypis + trúnaður + alltaf opið